Thursday, April 26, 2007

Afmæli

Sveinn Reynir Pálmason pabbi minn á afmæli í dag, er 68 ára til hamingju með það. Þetta segir okkur að hann hafi verið 23 að aldri er hann eignaðist snillinginn mig listamanninn sjálfan.

Sunday, April 15, 2007

Menningarferð til Englands

The Artist er kominn heim úr 5 daga vel heppnaðri menningarferð til Englands þar sem menning matur og íþróttir voru skoðaðar út í eitt. Skrifa meira um þessa ferð seinna................ af miklu að taka. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er ekki búinn að fá mér hvítan flygil í stofuna heldur er þessi mynd hér til hliðar tekinn í Bítlasafninu í Liverpool.. En Lilja Engill þegar ég verð ríkur skal ég gefa þér hvitan flygil....
.

Sunday, April 8, 2007

Áfram Dalvík
Stundum þegar maður var ungur fóru foreldrar mínir með okkur bræðurna á ísrúnt til Dalvíkur og jafnvel á góðum degi var farið alla leið til Ólafsfjarðar hæfilegur bíltúr fram og til baka frá Akureyri. Minnir að Jón frændi hafi kennt mér að blístra í fyrsta skipti fyrir utan Esso sjoppuna á Dalvík…Seinna fengum við Kristján Þór til að stjórna hér hjá okkur á Akureyri, svo kom fiskidagurinn mikli og nú hefur Sparisjóður Svarfdæla toppað alla millana í Reykjavík (líka þennan sem keypti Kjarvalsmálverkið) með því að gefa Dalvík heilt menningarhús. Það verður gaman að skreppa til Dalvíkur á ísrúnt og kíka á tónleika og myndlistarsýningar á komandi árum…

Til hamingju Dalvík og Sparisjóður Svarfdæla



Áfram KEA
Í mörg ár hafa listamenn á Akureyri horft á bögglageymsluna neðst í Listagilinu sem vænlegan kost undir vinnustofur gallerí ofl. margir hafa falast eftir húsnæðinu en engin fengið.Simmi á Bláu Könnunni hefur gert upp hvert húsið af fætur öðru hér í bæ af miklum dugnaði og hafa margir furðað sig á því að jafn sterkt félag sem KEA hafi ekki verið fyrir löngu búið að koma Bögglageymslunni í viðunandi horf þar sem meira ætti að vera um pening á þeim bæ, gott að risinn er vaknaður.
Við í Listagilinu tökum fagnandi á móti Friðrik V. og vonum að maturinn verði góður sem aldrei áður og erum tilbúin að veita honum aðstoð við að hækka standarinn á myndlistarsýningum á veitingastaðnum til samræmis við matinn.

Til hamingju KEA og Friðrik V.

45 ár
Fyrir viku síðan, eða föstudaginn 2 febrúar átti ég afmæli. Þettað gerist sirka einu sinni á ári og oftast á sama tíma, á tímamótum sem þessum er manni hugsað til fortíðar og kannski komandi framtíðar hve langt sé að leiðarlokum.
Afi minn Pálmi Halldórsson sem var smiður náði 85 ára aldri og var hress framundir það síðasta og hef ég alltaf ætlað mér að ná sama aldri og hann. Ég hef nú áhveðið að æfi mín sé hálfnuð og eftir séu önnur 45 ár. Já markmiðinn eru mörg í lífi hvers manns. Hvað ætli ég eigi eftir að mála margar myndir á þeim tíma. Laufey Brá leikkona sagði mér einu sinni að ég ætti eftir að verða þektur í Reykjavík fyrir bláar myndir og hafði hún það eftir miðli er var í sambandi við aðra heim. Já falleg kona Laufey Brá. Ragnar Hólm vinur minn vaknaði ekki snemma í dag eittthvað lengi í gang kannski er það aldurinn enda fæddur 1962 kannski verið að skrifa söguna fram eftir nóttu, ef vel gengur mun bókin hans fá pláss við hliðina á Lífsloganum hans Bjössa á náttborði mínu um næstu jól.

Helgin var ágæt hér í bláma norðursinns mikið um menningu - nýjar sýningar út um allan bæ.