Saturday, March 8, 2008

Bráðum 17

Karlotta Dögg Jónasdóttir fædd 28 október 1991 í Carrara á Ítalíu.... er orðin stór komin í menntaskóla í hafnarfirði með mikla hæfileika á sviði myndlistar og tónlistar (tónlistargáfan ekki frá pabbanum)

Nú fer að koma að bílprófinu ætli ég verði ekki að finna handa henni sætan smástelpubíl í haust
.
Karlotta Dögg

Einn fagran sunnudag á ítalíu fórum við í bíltúr á gamla græna BMW 320 bílnum okkar..... Ferðinni var heitið upp til fjalla og ekki var stoppað fyrr en í hæðstu hæðum fyrir ofan Carrara í Toscania þar sem fjöllinn eru hvít af marmara .... Þar tók ég þessa mynd af Karlottu dóttur minni minnugur myndar sem móðir mín tók af mér ungum...
.
A 202

Þessi mynd er tekin þar sem ég sit undir stýri í bílnum hans pabba sem var volkswagen bjalla gulhvít að lit með númerinu A 202 og er ein af mínum fyrstu minningum Mamma tók þessa mynd, eins og sjá má er guttinn strax kominn með bíladellu.
.

Saturday, March 1, 2008

Gamla myndin

Nýr liður á þessu bloggi er "Gamla myndin" þar mun ég koma með gamlar myndir úr lífi mínu af mér og málverkum mínum. "Á Rómarslóð" Var að gera þessa mynd upp um daginn hreinsa hana og strekkja upp á alvöru blindramma og lakka.....myndin er máluð á Ítalíu 1992. Sjá nánar um verkið hér: http://www.jvs.is/a_artforsale_9.htm

.