Sunday, April 8, 2007

45 ár
Fyrir viku síðan, eða föstudaginn 2 febrúar átti ég afmæli. Þettað gerist sirka einu sinni á ári og oftast á sama tíma, á tímamótum sem þessum er manni hugsað til fortíðar og kannski komandi framtíðar hve langt sé að leiðarlokum.
Afi minn Pálmi Halldórsson sem var smiður náði 85 ára aldri og var hress framundir það síðasta og hef ég alltaf ætlað mér að ná sama aldri og hann. Ég hef nú áhveðið að æfi mín sé hálfnuð og eftir séu önnur 45 ár. Já markmiðinn eru mörg í lífi hvers manns. Hvað ætli ég eigi eftir að mála margar myndir á þeim tíma. Laufey Brá leikkona sagði mér einu sinni að ég ætti eftir að verða þektur í Reykjavík fyrir bláar myndir og hafði hún það eftir miðli er var í sambandi við aðra heim. Já falleg kona Laufey Brá. Ragnar Hólm vinur minn vaknaði ekki snemma í dag eittthvað lengi í gang kannski er það aldurinn enda fæddur 1962 kannski verið að skrifa söguna fram eftir nóttu, ef vel gengur mun bókin hans fá pláss við hliðina á Lífsloganum hans Bjössa á náttborði mínu um næstu jól.

Helgin var ágæt hér í bláma norðursinns mikið um menningu - nýjar sýningar út um allan bæ.

No comments: