
Stundum þegar maður var ungur fóru foreldrar mínir með okkur bræðurna á ísrúnt til Dalvíkur og jafnvel á góðum degi var farið alla leið til Ólafsfjarðar hæfilegur bíltúr fram og til baka frá Akureyri. Minnir að Jón frændi hafi kennt mér að blístra í fyrsta skipti fyrir utan Esso sjoppuna á Dalvík…Seinna fengum við Kristján Þór til að stjórna hér hjá okkur á Akureyri, svo kom fiskidagurinn mikli og nú hefur Sparisjóður Svarfdæla toppað alla millana í Reykjavík (líka þennan sem keypti Kjarvalsmálverkið) með því að gefa Dalvík heilt menningarhús. Það verður gaman að skreppa til Dalvíkur á ísrúnt og kíka á tónleika og myndlistarsýningar á komandi árum…
Til hamingju Dalvík og Sparisjóður Svarfdæla
Til hamingju Dalvík og Sparisjóður Svarfdæla
No comments:
Post a Comment